Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum 31. mars 2010 05:00 Átta af tíu stærstu kvótaeigendum landsins styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. Tíu af fimmtán stjórnarmönnum í LÍÚ eru þar í forsvari fyrir fyrirtæki sem styrktu flokkinn sama ár. fréttablaðið/stefán Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira