Aukið öryggi ferðamanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun