Körfubolti

Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur: Hafa alltaf náð að hefna árið eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í vetur.
Úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í vetur. Mynd/Daníel
Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðin mættust í átta liða úrslitunum í fyrra og þá vann Keflavík 2-0. Keflavík er einnig með heimavallarréttinn í ár og hefst fyrsti leikurinn í Toyota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Þetta verður í ellefta skiptið sem liðin mætast í sögu úrslitakeppninnar og það getur ekki verið jafnara á komið með liðunum. Bæði félög hafa unnið fimm af þessum tíu einvígum en Keflavík hefur unnið einum leik meira; 18 á móti 17.

Það hefur aldrei klikkað í þau þrjú skipti sem þessir erkifjendur úr Reykjanesbænum hafa mæst í úrslitakeppni tvö ár í röð að tapliðið frá árinu áður hefur náð að hefna fyrir tapið árið eftir. Samkvæmt því ættu Njarðvíkingar að vinna einvígið í ár.

Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur tvö ár í röð

1) 1990 og 1991

Undanúrslit 1990 Keflavík vann

Keflavík 2-1 Njarðvík {83-82, 83-96, 88-86 (74-74, 76-76)}

Lokaúrslit 1991 Njarðvík vann

Njarðvík 3-2 Keflavík {96-59, 73-75, 78-82, 91-81, 84-75}

2) 1998 og 1999

Undanúrslit 1998 Njarðvík vann

Njarðvík 3-2 Keflavík {105-98, 81-119, 82-73, 91-92, 93-88}

Lokaúrslit 1999 Keflavík vann

Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}



3) 2002 og 2003


Lokaúrslit 2002 Njarðvík vann

Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}



Undanúrslit 2003 Keflavík vann


Keflavík 3-0 Njarðvík {108-64, 101-97, 105-80}



4) 2009 og 2010




8 liða úrslit 2009 Keflavík vann


Keflavík 2-0 Njarðvík {96-88, 104-92}

Undanúrslit 2010 ???

Keflavík 0-0 Njarðvík






Fleiri fréttir

Sjá meira


×