Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2010 18:00 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira