Til að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur 3. júní 2010 09:18 Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?"
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun