Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Guðlaugur Eyjólfsson. Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar.
Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn