Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:43 Messi skoraði fjögur mörk í kvöld. Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu