Körfubolti

Umfjöllun: Kvennalið KR einum sigri frá titlinum

Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar
KR-konur reyndust sterkari á eigin heimavelli í kvöld.
KR-konur reyndust sterkari á eigin heimavelli í kvöld.

KR vann í kvöld Hamar 83-61 í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Staðan í einvíginu er orðin 2-1 fyrir Vesturbæjarliðið.

KR getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardag þegar liðin mætast í Hveragerði en þar hefur KR ekki tapað í vetur.

KR byrjaði leikinn í kvöld af krafti gegn vængbrotnu liði Hamars sem var án Guðbjargar Sverrisdóttur sem var veik og þá á Julia Demirer við meiðsli að stríða. KR náði mest ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta en staðan var 27-19 að honum loknum.

Hamarskonur lögðu þó ekki árar í bát og náðu að minnka muninn í þrjú stig í öðrum leikhluta en síðustu stigin fyrir hlé komu frá KR og staðan 42-35 í hálfleik.

Heimaliðið setti þá í næsta gír eftir hlé og þá var nánast aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda. Mörgum þótti dómgæslan halla á gestina í seinni hálfleik en 22 stiga sigur KR staðreynd.

Unnur Tara Jónsdóttir sýndi enn einn stórleikinn í úrslitakeppninni og var stigahæst með 33 stig. Koren Schram skoraði 19 stig fyrir gestina.

KR-Hamar 83-61 (42-35)

KR: Unnur Tara Jónsdóttir 33/8 fráköst/5 stolnir, Jenny Pfeiffer-Finora 15/5 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 11/6 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/10 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2/5 stoðsendingar, Brynhildur Jónsdóttir 2.

Hamar: Koren Schram 19/7 fráköst/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2, Julia Demirer 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2.


Tengdar fréttir

Ágúst: Við þekkjum þessa stöðu

KR getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna á laugardag. Liðið vann í kvöld Hamar örugglega og er komið í 2-1 forystu í einvíginu.

Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×