Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir.
Nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks skaut Arenas á körfuna af um 23 metra færi frá eigin vítateigslínu. Boltinn hafnaði í körfuhringnum og það sem gerðist í kjölfarið er lygilegt.
Arenas, sem komst í heimsfréttirnar í desember á síðasta ári, þegar hann var með byssur í búningsklefa Washington Wizards
Þar hótaði Arenas liðsfélaga sínum Javaris Crittenton vegna deilu þeirra um uppgjör á spilaskuldum eftir keppnisferðalag liðsins. NBA deildin tók afar hart á málinu og var Arenas úrskurðaður í keppnisbann út leiktíðina án launa.