Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu 14. apríl 2010 06:00 Baldur Guðlaugsson Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira