Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu 14. apríl 2010 06:00 Baldur Guðlaugsson Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira