Kristi Smith: Búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 13:00 Kristi Smith. Mynd/Stefán Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira