44 verslanir opnar allan sólarhringinn 15. júní 2010 06:00 Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira