Ísland og ESB munu helst deila um fisk 7. október 2010 05:30 Úr þjóðmenningarhúsi Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands.fréttablaðið/GVA Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira