Ísland og ESB munu helst deila um fisk 7. október 2010 05:30 Úr þjóðmenningarhúsi Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands.fréttablaðið/GVA Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira