„Frábær sigur, mjög erfitt hús og flott lið. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.
„Það eru mjög fá lið sem koma hingað og vinna. Þetta eru mjög jöfn lið en við vorum að gera betur en í mörgum leikjum fyrir áramót. Það þarf "kúl" í það að klára jöfnu leikina, menn þurfa að þora og við gerðum það. Við sóttum mikið á körfuna."
„Á góðum degi getum við unnið alla. Við erum ekki komnir á stall með Njarðvík og Keflavík ennþá en við erum að vinna í því. Við viljum vera eins og þau lið á hverjum degi, ekki bara stundum," sagði Hlynur.