Körfubolti

Henning: Ég hlýt að taka þetta á mig

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Henning Henningsson, þjálfari Hauka.
Henning Henningsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli
„Körfubolti byrjar á fyrstu mínútu en ekki á elleftu eða tólftu mínútu. Ef við mætum ekki tilbúnar frá fyrstu minútu þá verðum við bara étnar, það er bara þannig," sagði Henning Henningsson, þjálfari Hauka, eftir 78-47 tap gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express kvenna í körfubolta.

Hauka-stúlkur voru langt því frá mættar til leiks í fyrstu tveimur leikhlutunum og Henning segir að það skrifist á sig.

„Ég veit ekki hvað gerist og veit í rauninni ekki af hverju það er. Ætli þetta skrifist ekki bara á þjálfarann að ná ekki að undirbúa leikmenn almennilega fyrir svona átök, þannig ég hlýt að taka það bara á mig," bætti Henning við.

„Við náðum að sýna að það býr heilmikið í þessu liði og svona heilt yfir þá var þetta ekki okkar dagur í dag og við spiluðum hér í dag á móti liði sem var bara miklu betra en við," sagði Henning að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×