Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 16. febrúar 2010 16:16 Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu