Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu 2. október 2010 06:00 Ingibjörg Þorgilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson Vetur nálgast og hjónin í Perluhvammi og sonur þeirra hafa ekkert neysluvatn í skúrnum sem þau búa nú tímabundið í. Bera þarf vatn úr Leirvogsá í fötum inn í hús. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira