Körfubolti

Sigurður Ingimundar: Frábær skemmtun fyrir áhorfendur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

„Þetta var flottur leikur. Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og ekta undanúrslitaleikur. Ég er ánægður að fara héðan með sigur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að hans menn lögðu Keflavík í Toyota-höllinni, 86-88, í hörkuleik.

„Ég held að hugarfar leikmanna hafi breyst og leikmenn voru miklu tilbúnari núna. Menn ætluðu að spila almennilega í kvöld og auðvitað enginn sáttur með spilamennskuna í síðustu leikjum.

„Keflavíkurliðið var að spila líka vel og ekkert sem kom mér á óvart í þeirra leik. Við erum búnir að mæta þeim oft í vetur og vissum við hverju var að búast," bætti Sigurður við.

Sigurður talar um að nú þurfi menn að sýna sitt rétta andlit og spila vel á heimavelli því ekki hafa úrslitin þar verið góð.

„Nú er næsti leikur á dagskrá og þar þurfum við að sýna okkar rétta andlit. Við höfum ekki gert nógu vel þar í úrslitakeppninni þannig því þarf að breyta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×