Frá og með næstu leiktíð verða fimm dómarar í Meistaradeild Evrópu, rétt eins og var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Sama verður uppi á teningnum í öllum leikjum í undankeppni EM 2012.
Tveir auka dómarar verða við marklínurnar til aðstoðar hinu hefðbundna dómaraþríeyki. Þetta á að koma í staðinn fyrir marklínutækni af einhverri sort.
Kerfið þótti takast prýðilega og því verður gerð tilraun næstu tvö tímabil í áðurnefndum keppnum.
