Fimmtíu milljarðar færast á neytendur 1. júlí 2010 07:30 Myntkörfulán á bílum vega þungt í skuldum heimilana. Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá
Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira