Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur 21. október 2010 02:00 Össur Skarphéðinsson Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb
Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira