Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur 21. október 2010 02:00 Össur Skarphéðinsson Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira