Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein 20. apríl 2010 12:12 Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira