Rannsaka þarf sparisjóðina 24. apríl 2010 08:15 Ákvörðun um hvort fram fari sérstök rannsókn á falli hruni sparisjóða, sem ekki var fjallað um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er á hendi þingmannanefndar sem fjallar um skýrsluna. Fréttablaðið/GVA Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira