Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs 1. júlí 2010 03:30 Jón Ásgeir Jóhannesson Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar
Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira