Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Frá leik Porto og Arsenal í kvöld. Nordic photos/AFP Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira