Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. apríl 2010 06:00 Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun