„Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2010 20:15 Graeme McDowell hefur sigrað á fjórum mótum á þessu ári. Nordic Photos/Getty Images Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira