Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20 þúsund tonnum við áður útgefinn heildarafla í ýsu.
Það er skoðun stjórnarinnar að með því myndu eðlileg viðskipti komast aftur á með leigukvóta og draga mundi úr þvinguðum viðskiptum.
„Hér er um afar nauðsynlega aðgerð að ræða þar sem við blasir milljarða tap í minnkandi útflutningsverðmætum og stórháskalegt svelti á mikilvæga markaði," segir í bréfinu. - shá