Sala á nautakjöti jókst um 15,3 prósent í nýliðnum september samanborið við sama mánuð í fyrra, samkvæmt samantekt Bændasamtaka Íslands.
Á sama tíma var 5,9 prósenta samdráttur í sölu alifuglakjöts, en sýkingar hafa plagað framleiðendur fuglakjöts. Sjúkdómar hafa einnig gert framleiðendum hrossakjöts erfitt fyrir, og er samdráttur í sölu 20,2 prósent.
Einnig mælist samdráttur í sölu kindakjöts, 16,8 prósent, og samdráttur í svínakjötssölu 8,9 prósent milli mánaða, þrátt fyrir að engir sjúkdómar hafi plagað þá framleiðslu. - bj