Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur liðsins í grannaslagnum gegn Keflavík í kvöld.
„Við spiluðum flotta liðsvörn og það vann þennan leik," sagði Friðrik. „Við vorum nokkuð ryðgaðir sóknarlega og lítið um einhverjar þriggja stiga bombur."
„Við erum náttúrulega að berjast við þá í toppbaráttunni svo þetta var fjögurra stiga leikur. Hefðum við tapað hefðu þeir slitið sig frá okkur en nú erum við búnir að jafna þá að stigum. Við erum komnir í nokkuð vænlega stöðu miðað við hvernig þetta leit út um áramótin. Pakkinn er þéttur og það eru sex lið sem geta orðið Íslandsmeistarar, það er klárt," sagði Friðrik.