Hanna Birna: Allir hafa tekið á sig niðurskurð, líka golfklúbburinn 6. apríl 2010 15:58 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd úr safni. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira