Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð 28. maí 2010 12:26 „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir kosningastjóri framsóknarmanna í Kópavogi. Mynd/Sigurjón Ólason Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Kosningar 2010 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri."
Kosningar 2010 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira