Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð 28. maí 2010 12:26 „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir kosningastjóri framsóknarmanna í Kópavogi. Mynd/Sigurjón Ólason Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Kosningar 2010 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri."
Kosningar 2010 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira