Innlent

Pólitísk sátt um sanngirnisbætur

Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna.

Mælt var fyrir frumvarpi til laga um bæturnar í lok mars og voru gerðar á því lítilsháttar breytingar í allsherjarnefnd. Breiður pólitískur stuðningur var við málið.- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×