Kvennalið Hamars sótti tvö góð stig suður með sjó í dag er liðið lagði Grindavík í Röstinni. Grindavík stóð ágætlega í Hamri en Hvergerðingar lönduðu þó sigri að lokum.
Hamar er ósigraður í deildinni í vetur en Grindavík hefur aðeins unnið einn leik.
Fjölnir var svo lítil fyrirstaða fyrir Keflavík eins og sjá má á úrslitunum hér að neðan.
Úrslit dagsins:
Grindavík-Hamar 75-81
Grindavík: Charmaine Clark 19, Helga Hallgrímsdóttir 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 11/5 fráköst, Alexandra Marý Hauksdóttir 8, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 5/4 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 4.
Hamar: Slavica Dimovska 19/4 fráköst, Jaleesa Butler 18/11 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 5, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Íris Ásgeirsdóttir 2.
Fjölnir-Keflavík 39-93