Vilja að almenningur fái meiri vernd en fyrirtæki - fréttaskýring 16. september 2010 03:30 Fyrir dóm Fjölmenni var í dómsal Hæstaréttar þegar málið var flutt þar hinn 6. september síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira