Beðnar að hrella ekki foreldra með sms 15. apríl 2010 04:00 í Hellishólum Hjálparsveitarmenn aðstoðuðu breskar skólastúlkur við að bjarga föggum sínum úr gistiaðstöðu í Hellishólum eftir að búið var að loka Fljótshlíð fyrir allri umferð. Skömmu síðar fengu bændur einnig undanþágu til að sinna skepnum sínum á svæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira