Það var rafmagnað andrúmsloftið á Camp Nou í Barcelona í kvöld er Inter sótti Barcelona heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Inter tapaði leiknum, 1-0, en komst áfram þar sem liðið vann fyrri leik liðanna á Ítalíu, 3-1.
Það gekk ýmislegt á þegar leik liðanna lauk í kvöld. Victor Valdes, markvörður Barcelona, reyndi að tuska José Mourinho, þjálfara Inter, til þar sem honum mislíkaði fögnuður hans.
Vallarstarfsmenn Barca vildu greinilega ekki horfa upp á leikmenn Inter fanga og kveiktu þó fljótlega eftir leik á vökvunarkerfinu. Það stöðvaði ekki gleði leikmanna Inter sem böðuðu sig í vatninu.
Hægt er að sjá svipmyndir af dramatíkinni í albúminu hér að neðan.
Myndirnar eru síðan stærri ef smellt er á þær.