Fjölmargir sjálfstæðismenn í Kópavogi strikuðu yfir nöfn Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita flokksins í bænum, í kosningunum á laugardaginn, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn í Kópavogi. Útstrikanirnar hafa þó ekki áhrif á uppröðunina á lista flokksins. Alls eru breyttir seðlar í Kópavogi 1.745 talsins en 85% þeirra seðla koma frá sjálfstæðismönnum. Alls kusu 14.604 í Kópavogi.
Fjölmargir Kópavogsbúar strikuðu yfir nöfn Gunnars og Ármanns
