KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla með sigri á Snæfelli í æsilegum leik í Stykkishólmi. KR og Grindavík börðust um sigurinn í deildinni en Grindavík tapaði í Seljaskóla og KR hefði því mátt tapa en hefði samt unnið deildina.
ÍR komst með sigrinum inn í úrslitakeppnina en hart var barist á öllum vígstöðvum.
Önnur úrslit:
ÍR-Grindavík 91-89
Fsu-Njarðvík 72-113´
Keflavík-Hamar 107-100
Stjarnan-Breiðablik 109-86
Fjölnir-Tindastóll 83-86