Björninn unninn á Langjökli 30. nóvember 2010 13:09 Alls fóru tíu lítrar af matarlit, 900 lítrar af vatni og einn kílómetri af snæri í ísbjörninn, sem var um 4.000 fermetrar. Mynd/Christopher Lund Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira