„Þetta er mjög sætur sigur og það er alltaf gaman að vinna Fram," sagði Íris Ásta Pétursdóttir úr liði Vals eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum deildarbikar kvenna í handbolta, 22-23, í kvöld. Íris Ásta fór fyrir liði Vals og skoraði alls sex mörk í kvöld.
„Við mætum í alla leiki til að vinna og sem betur fer gekk þetta upp í kvöld. Við létum Írisi Björk verja mikið frá okkur í fyrri hálfleik. Það er erfitt að eiga við hana enda er hún ein af bestu markvörðum landsins. Við fórum yfir stöðuna í hálfleik og reyndum að róa sóknarleikinn og þá fór þetta að ganga upp hjá okkur," segir Íris.
Leikur liðanna í kvöld var afar skemmtilegur og var mikill hraði í leiknum. Það er enginn vafi í huga Írisar Ástu að þetta eru tvö bestu lið landsins í kvennahandboltanum í dag.
„Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og það er mjög gaman að spila á móti Fram. Þetta var mjög hraður og skemmtilegur leikur eins og oftast þegar þessi lið mætast," segir Íris Ásta og það kom henni á óvart að hún væri markahæst í liði Vals í kvöld. „Mér gekk mjög vel í kvöld enda fékk ég mikla hjá frá stelpunum. Ég nýtti tækifærið."
Íris Ásta: Alltaf gaman að vinna Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn