20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða 20. maí 2010 06:00 höfuðstólslækkun Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira