Umfjöllun: KR-ingar byrja tímabilið af krafti Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2010 23:10 Mynd/Daníel KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira