Össur hlynntur þjóðstjórn 19. júní 2010 06:00 Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj Fréttir Innlent Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj
Fréttir Innlent Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira