Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir 23. október 2010 06:00 Pallborðið Samtökin Sterkara Ísland sem vinna að aðild Íslands að ESB stóðu fyrir fundi í Iðnó. Fréttablaðið/GVA Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent