Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur 29. september 2010 00:15 Júrí Luzhkov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb Fréttir Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Sjá meira
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb
Fréttir Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Sjá meira