Markarfljót hækkar 16. apríl 2010 18:29 Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, upplýsti í eftirlitsflugi á fimmta tímanum að bólstrar frá gosstöðvunum næðu upp í 30 þúsund fet og að vindur á svæðinu væri kröftugur, í 19 þúsund feta hæð mældist hann um 85 - 90 hnútar, sem jafngildir 167 km/klst. Samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar hefur verið þykkt ský yfir Klaustri í dag en lítið öskufall. Öskufallið virðist fara hátt og leggur langt yfir. Ekki er vitað um öskufall á öðrum stöðum, þ.e.a.s. við byggðarkjarna, en vindur snýst í norðanátt í kvöld og má þá búast við öskufalli sunnan gosstöðvarinnar. Björgunarsveitir hafa sinnt lokunum á fimm stöðum í dag auk mönnunar í stjórnstöð aðgerða og vettvangsstjórnar á Hvolsvelli. Þær lokanir sem sveitir hafa séð um eru við Fljótsdal, gömlu Markarfljótsbrú við þjóðveg 1, við Vík og við Kirkjubæjarklaustur. Vegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur uppúr klukkan fjögur í dag. Áætlað er að viðgerð á þjóðveginum við Markarfljót ljúki í kvöld eða í fyrramálið. Leiðbeiningar vegna heilsufarslegra afleiðinga eldgossins hafa verið settar á vef heilbrigðisráðuneytisins og allra heilsugæslustöðva, auk þess sem sóttvarnalæknar allra sóttvarnaumdæma hafa dreift þeim til sinna heilbrigðisstarfsmanna. Fundir voru haldnir með sendiherrum og ráðuneytisstjórum í Samhæfingarstöðinni í dag og þeim gerð grein fyrir stöðu mála. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll að vestan og við Skóga að austan, einnig er lokað inn í Fljótshlíð. Búið er að opna upplýsingamiðstöð á Hvolsvelli, í húsnæði vettvangsstjórnar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, upplýsti í eftirlitsflugi á fimmta tímanum að bólstrar frá gosstöðvunum næðu upp í 30 þúsund fet og að vindur á svæðinu væri kröftugur, í 19 þúsund feta hæð mældist hann um 85 - 90 hnútar, sem jafngildir 167 km/klst. Samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar hefur verið þykkt ský yfir Klaustri í dag en lítið öskufall. Öskufallið virðist fara hátt og leggur langt yfir. Ekki er vitað um öskufall á öðrum stöðum, þ.e.a.s. við byggðarkjarna, en vindur snýst í norðanátt í kvöld og má þá búast við öskufalli sunnan gosstöðvarinnar. Björgunarsveitir hafa sinnt lokunum á fimm stöðum í dag auk mönnunar í stjórnstöð aðgerða og vettvangsstjórnar á Hvolsvelli. Þær lokanir sem sveitir hafa séð um eru við Fljótsdal, gömlu Markarfljótsbrú við þjóðveg 1, við Vík og við Kirkjubæjarklaustur. Vegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur uppúr klukkan fjögur í dag. Áætlað er að viðgerð á þjóðveginum við Markarfljót ljúki í kvöld eða í fyrramálið. Leiðbeiningar vegna heilsufarslegra afleiðinga eldgossins hafa verið settar á vef heilbrigðisráðuneytisins og allra heilsugæslustöðva, auk þess sem sóttvarnalæknar allra sóttvarnaumdæma hafa dreift þeim til sinna heilbrigðisstarfsmanna. Fundir voru haldnir með sendiherrum og ráðuneytisstjórum í Samhæfingarstöðinni í dag og þeim gerð grein fyrir stöðu mála. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll að vestan og við Skóga að austan, einnig er lokað inn í Fljótshlíð. Búið er að opna upplýsingamiðstöð á Hvolsvelli, í húsnæði vettvangsstjórnar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira