Fótbolti

Michael Carrick er sjokkeraður yfir rauða spjaldinu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick sést hér búinn að fá að líta rauða spjaldið.
Michael Carrick sést hér búinn að fá að líta rauða spjaldið. Mynd/AP
Michael Carrick, leikmaður Manchester United, var í sjokki yfir fyrsta rauða spjaldinu á ferlinum sem hann fékk í lok leiksins á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær.

Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að Patrice Evra hafði brotið Alexandre Pato.

„Þetta var mjög léttvægt ef ég segi alveg eins og er," sagði Michael Carrick við Sky Sports News. „Boltinn rúllaði til mín og ég potaði honum í hlaupáttina hjá Pat um leið og hann fór framhjá mér," lýsir Carrick.

„Það var ekki eins og einhver þeirra leikmanna væri að reyna að ná í boltann og þetta tafði ekkert leikinn. Þetta var bara mjög sjokkerandi fyrir mig að sjá rauða spjaldið," sagði Carrick.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir leikinn að dómarinn Olegario Benquerenca hefði ekki átt annarra kosta völ en að reka hans mann útaf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×